Actavis Group hefur tilkynnt að frá og með deginum í dag verði ungverska lyfjafyrirtækið Keri Pharma Generics nefnt Actavis Hungary, en fyrirtækið hefur verið í þess eigu síðan 2005.

Afkoma Keri Pharma hefur stórbatnað síðan og á þessu ári er áætlað að þær fari yfir 8 milljarða forintur, eða ríflega þrjá milljarða króna.

Fyrirtækið hefur kynnt margar nýjungar á ungverska lyfjamarkaðinum á undanförnum árum og er stefnt að því að setja 16 nýjar vörur á markað á þessu ári og 18 til viðbótar á því næsta.

„Með því að taka upp nafn Actavis erum við að stíga lokaskrefið í samrunaferlinu og undirbúa næsta skref í þróun okkar á þessum markaði. Við höfum komið upp sterkum stökkpalli til að vaxa frekar í Ungverjalandi,” er haft eftir Róbert Wessman, forstjóra Actavis, í tilkynningu frá Actavis