Tesco styrkir stöðu sína sem stærsta smásölukeðja Bretlands samkvæmt afkomutölum sem birtust í gær. Á fyrri árshelmingi jókst sala í Bretlandi um 8,3% milli ára og er þá eingöngu miðað við sömu verslanir. Á sama tíma er hins vegar samdráttur hjá Marks & Spencer (M&S) en þar hefur sala dregist saman um 5,2% á síðustu vikum. Tesco er stærsti viðskiptavinur Bakkavarar, en um 63% af sölu Bakkavarar á fyrri árshelmingi var til Tesco.
'
Í Morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að á fyrri hluta ársins voru áherslur Tesco meðal annars á að fjölga klukkubúðum en félagið hefur keypt búðir af samkeppnisaðila og breytt þeim. Ætti sú stefna að auka sölu á framleiðsluvörum Bakkavarar segir í Morgunkorni.