Samkvæmt starfsáætlun Alþingis fá þingmenn sautján daga frí yfir páskána. Síðasti fundur fyrir páskafrí verður þann 10. apríl en síðan verður ekki fundur aftur fyrr en 28. apríl.

Það er því ljóst að þingmenn fá líklega lengra frí en flest annað vinnandi fólk. Þeir fá meira að segja lengra frí en grunnskóla- og leikskólabörn. Grunnskólabörn fá um tíu daga páskafrí en leikskólabörn fá vikufrí.

Hér má sjá starfsætlun þingsins .