„Áskrifendum að sjónvarpsstöðum hefur fækkað gríðarlega hratt. Fólk vill ekki láta bjóða sér upp á það að sjónvarpsstjóri ákveði á hvaða tíma og í hvaða röð fólk horfir á efni. Fólk er ekki tilbúið að borga 17 þúsund fyrir pakkann hjá Stöð 2 þegar það getur borgar þúsund krónur fyrir Netflix. Það segir sig sjálft." Þetta sagði Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans. „Viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér. Fjölmiðlafyrirtæki verða að aðlagast eða þau munu deyja.“

Fjallað var um nýsköpun í fjölmiðlum í Nýsköpunarhádegi Klaks Innovits á þriðjudaginn. Þórður fjallaði þar um fjölmiðla dagsins í dag ásamt Rakel Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Spyr.is.

Hér fyrir ofan má sjá fyrirlesturinn í heild.