Félagið Konur í tækni hélt fjölsóttan fund í höfuðstöðvum CCP í morgun. Félagið, sem var stofnað í nóvember, er ætlað að vekja áhuga kvenna á tæknigreinum og að efla stöðu kvenna í íslenskum tækniiðnaði. Framkvæmdastjóri félagsins, Armina Ilea, segir að meðal markmiða verkefnisins sé vitundarvakning á því góða starfi sem konur vinna nú þegar í tækniiðnaðinum auk þess sem að brýn þörf sé á að koma ólíkum hópum innan geirans saman. Lyuba Kharitonova, Markaðsfræðingur hjá CCP, tekur undir með Arminu og segir mikla þörf fyrir að fólk átti sig nákvæmlega á stöðunni en aðalviðfangsefni fundarins var staða kvenna innan tölvuleikjaiðnaðarins.

VB Sjónvarp ræddi við Arminu og Lyubu.