Dýrasta íbúð landsins sem selst hefur á árinu er staðsett í Skuggahverfinu, nánar tiltekið að Vatnsstíg 20-22. Um er að ræða útsýnisíbúð á 13. hæð sem er 137 fermetrar að stærð og kostaði 211 milljónir króna, eða sem nemur rúmlega einni og hálfri milljón króna á hvern fermetra.

Kaupandinn var Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri útgerðarfélagsins Samherja, en hann gekk frá kaupunum um miðjan mars. Samkvæmt fasteignaauglýsingu sá innanhússarkitektinn Rut Káradóttir um innanhússhönnun íbúðarinnar.

Þetta er ekki fyrstu íbúðakaupin sem Þorsteinn kemur nálægt í Skuggahverfinu en hann á þegar 295 fermetra þakíbúð að Vatnsstíg 21. Þá á Samherji Ísland ehf. 141 fermetra íbúð að Vatnsstíg 15.

Skuggahverfið.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Nánar er fjallað um málið í Fasteignamarkaði, sérblaði Viðskiptablaðsins, sem kemur út í fyrramálið. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.