Verðbólga mælist 2,4% á evrusvæðinu, samkvæmt tölum sem Eurostat, hagstofa Evrópusambandsins birti í morgun. Þetta þykja mönnum góð tíðindi enda almennt gert ráð fyrir 2,5% verðbólgu í mánuðinum. Verðbólga á evrusvæðinu hefur ekki lægri í næstum eitt og hálft ár og þykir bera þess merki að óvissan og efnahagsþrengingarnar á evrusvæðinu séu tekin að bíta.

AP-fréttastofan segir að þótt verðbólgutölurnar séu yfir markmiðum evrópska seðlabankans þá sýni þær að Mario Draghi, bankastjóri evrópska seðlabankans, beitti sér fyrir því að lækka stýrivexti frekar á vaxtaákvörðunadegi í næstu viku til að blása lífi í efnahagslíf evrusvæðisins. Stýrivextir standa þar nú í 1%. Gangi það eftir þá hafa stýrivextir aldrei verið lægri á evrusvæðinu..