Tíu manns sóttu um stöðu forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Þetta kemur fram í frétt á Visir.is. Á meðal umsækjanda eru Unnur Gunnarsdóttir, settur forstjóri FME, Vilhjálmur Bjarnason, lektor í Viðskiptafræði við Háskóla Íslands, og Óttar Guðjónsson framkvæmdarstjóri Lánasjóðs sveitarfélaga.

Matsnefnd fer yfir hæfi umsækjenda en Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, hefur lýst yfir vanhæfi vegna kunningsskapar við einn umsækjanda. Axel Hall, lektor við Háskólann í Reykjavík kemur í stað Gylfa.

Umsækjendur um stöðu forstjóra FME eru eftirfarandi:

Árni Thoroddsen, kerfishönnuður
Bolli Héðinsson, hagfræðingur
Guðrún Jónsdóttir, fyrrv. framkvæmdastjóri
Guðmundur Ásgeirsson, kerfisfræðingur
Jared Bibler, rannsakandi
Jóhannes Karlsson, MBA og doktorsnemi í hagfræði
Magnús Sigurðsson, flugvélfræðingur
Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri
Unnur Gunnarsdóttir, settur forstjóri
Vilhjálmur Bjarnason, lektor