*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Frjáls verslun 20. ágúst 2019 07:01

Tíu tekjuhæstu forstjórarnir 2018

Nýtt tekjublað Frjálsrar verslunar kom í verslanir í morgun þar sem finna má tekjur ríflega 3.700 Íslendinga.

Ritstjórn

Jón Björnsson, fyrrverandi forstjóri Festi, var tekjuhæsti forstjóri landsins í fyrra og námu tekjur hans að jafnaði 28,4 milljónum króna á mánuði, samkvæmt álagningarskrám ríkisskattstjóra. Jón hætti sem forstjóri fyrirtækisins síðasta haust en rekstrarfélög þess eru N1, Krónan, Elko og Bakkinn.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Í blaðinu má finna upplýsingar um tekjur tæplega ríflega 3.700 Íslendinga. Að þessu sinnir eru tveir nýir flokkar í blaðinu. Annars vegar yfir tekjur áhrifavalda á samfélagsmiðlum og hins vegar fasteignasala.

Þá námu tekjur Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að jafnaði 27,5 milljónum króna á mánuði. Þess ber að geta að stærsti hluti tekna Kára á síðasta ári var einskiptisgreiðsla vegna séreignarsparnaðar hjá lífeyrissjóði. Mánaðarlaun hans hjá Íslenskri erfðagreiningu námu um 7,5 milljónum króna á síðasta ári og breyttust ekki á milli ára.

Næstir koma Vilhelm Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, með 27,4 milljónir og Tómas Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri hjá Alcoa í Bandaríkjunum, sem var með 14,7 milljónir.

Tíu tekjuhæstu forstjórarnir árið 2018

  1. Jón Björnsson, fv. forstjóri Festi    28,4 milljónir
  2. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar     27,5 milljónir
  3. Vilhelm Róbert Wessman, forstjóri Alvogen    27,4 milljónir
  4. Tómas Már Sigurðsson, fv. forstjóri hjá Alcoa USA    14,7 milljónir
  5. Valur Ragnarsson, fv. forstjóri Medis    10.4 milljónir
  6. Grímur Karl Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins     10,3 milljónir
  7. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels     8.9, milljónir
  8. Jón Þorgrímur Stefáns., forstjóri NetApp     8.2 milljónir
  9. Carlos Cruz, fv. forstjóri Coca Cola á Íslandi     8.1 milljón
  10. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi     6.2 milljónir

Útreikningar Frjálsrar verslunar byggja á útsvarsskyldum tekjur á árinu 2018 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna starfa á fyrri ára. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði.

Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í morgun. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér

Stikkorð: Tekjublað 2019