„Það hafa verið farnar margar mismunandi leiðir við þetta, en lögin gera í raun ekki greinar­mun á því um hvernig byggingu er að ræða svo lengi sem hún er á fjárlögum,“ segir Óskar Valdimarsson, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins.

Lög um listskreytingasjóð, sem eru um 30 ára gömul, kveða á um að opinberar byggingar ásamt umhverfi þeirra, svo og önnur útisvæði í opinberri eigu, skuli fegra með listaverkum. Þannig skal miða við að listaverkin séu þáttur í þeirri heildarmynd sem byggingu og um­ hverfi hennar er ætlað að skapa.

Áður hefur komið fram í fjölmiðlum að um 25 milljónum króna verður varið í listskreytingar við byggingu á nýju fangelsi á Hólmsheiði. Sam­kvæmt lögum um listskreytinga­ sjóð skal verja einu prósentustigi af byggingarkostnaði nýbygginga á vegum ríkisins til listskreytinga.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.