*

fimmtudagur, 9. desember 2021
Innlent 25. nóvember 2021 12:29

Úr prentsmiðju í blokk

Sérverk hefur sótt um leyfi til að breyta Þverholti 13 í sex hæða fjölbýlishús en þar var prentsmiðja Guðjóns Ó til húsa um árabil.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Sérverk ehf. hefur sótt um leyfi til að breyta Þverholti 13 í sex hæða fjölbýlishús með 38 íbúðum ásamt bílakjallara með 25 stæðum að því er fram kemur í fundargerð afgreiðslna byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar sem fór fram í vikunni.

Prentsmiðja Hjá Guðjóni Ó var í húsinu um árabil en seldi húsnæðið undir lok síðasta árs til Sérverks og sameinaðist Litróf og Prenttækni. Sameinað prentfélag félag flutti í kjölfarið starfsemi sína í Vatnagarða 14.

Sögu Guðjóns Ó. má rekja aftur til ársins 1925 þegar Guðjón Ó Guðjónsson prentari opnaði prentsmiðju í Reykjavík.

Stikkorð: Guðjón Ó Sérverk Þverholt 13