Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, var úrskurðaður gjaldþrota fyrir dönskum rétti fyrir sléttri viku síðan. Gjaldþrotaúrskurðurinn hefur einnig réttaráhrif hér á landi lögum samkvæmt. Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu.

Fyrr á þessu ári var fallist á kröfu Arion banka um að bankanum væri heimilt að gera fjárnám í fasteign Magnúsar á Kársnesinu vegna sjálfskuldarábyrgðar sem hann hafði tekið á sig. Þá eru dómsmál tengd United Silicon orðin fjölmörg.

Í auglýsingunni er tekið fram að Preben Jakobsen, lögmaður hjá Gorrissen Federspiel í Kaupmannahöfn, hafi verið skipaður skiptastjóri í þrotabúinu. Ekki er tekið fram í auglýsingunni hvenær kröfulýsingarfrestur rennur út eða hver sé frestsdagur við skiptin.