*

laugardagur, 4. desember 2021
Innlent 19. október 2021 10:01

Úrskurðaður gjaldþrota í Danmörku

Bú Magnús Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Jóhann Óli Eiðsson
Haraldur Guðjónsson

Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, var úrskurðaður gjaldþrota fyrir dönskum rétti fyrir sléttri viku síðan. Gjaldþrotaúrskurðurinn hefur einnig réttaráhrif hér á landi lögum samkvæmt. Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu.

Fyrr á þessu ári var fallist á kröfu Arion banka um að bankanum væri heimilt að gera fjárnám í fasteign Magnúsar á Kársnesinu vegna sjálfskuldarábyrgðar sem hann hafði tekið á sig. Þá eru dómsmál tengd United Silicon orðin fjölmörg.

Í auglýsingunni er tekið fram að Preben Jakobsen, lögmaður hjá Gorrissen Federspiel í Kaupmannahöfn, hafi verið skipaður skiptastjóri í þrotabúinu. Ekki er tekið fram í auglýsingunni hvenær kröfulýsingarfrestur rennur út eða hver sé frestsdagur við skiptin.