Úr­vals­vísi­talan OMXI 15 hækkaði um 0,62% í við­skiptum dagsins en heildar­velta á markaði var um 3 milljarðar króna.

Fjár­festinga­fé­lagið Skel leiddi hækkanir er gengi fé­lagsins fór upp um rúm 2% í ekki nema 22 milljón króna veltu.

Gengi Hamp­iðjunnar og Al­vot­ech hækkaði um 2% og var dagsloka­gengi Al­vot­ech 1.817 krónur.

Mesta veltan var með bréf Arion Banka en gengi bankans hækkaði um tæpt 1% í 730 milljón króna veltu.

Velta með bréf Marels kom þar eftir en gengið hreyfðist lítið í 526 milljón króna við­skiptum. Dagsloka­gengið var 495 krónur.

Hluta­bréfa­verð Amaroq, Skaga og Eim­skips hækkaði um 1,5% á meðan gengi Öl­gerðarinnar og fast­eigna­fé­lagsins Eik hækkaði um 1%.