Útlán til heimila í erlendum gjaldmiðlum er nánast engin eða um 0,1% af vergri landsframleiðslu.

Hlutfallið var sem hæst í lok árs 2008 en þá var það um 22,4%. Þetta kemur fram í samantekt frá greingardeild Arion banka.

Þá bend­ir mun betri skuld­astaða heim­ila og lægra vægi einka­neyslu til þess að betri for­send­ur séu fyr­ir að hagkerfið nái mýkri lendingu heldur en fyrir hrun.