Dagskrá Héraðsdóms yfir hátíðarnar er eðli málsins samkvæmt ekki þéttskipuð en hið svokallaða Vafningsmál er þar eitt á dagskrá. Dómur verður kveðinn upp í málinu þann 28. desember næstkomandi.

Þeir Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs hjá Glitni, eru sakaðir um að hafa stefnt Glitni í hættu með því að samþykkja að lána Milestone 102 milljónir evra, jafnvirði 10 milljarða króna, í formi peningamarkaðsláns í febrúar árið 2008.