Það er greinilegt að nýjum formanni Samfylkingarinnar bíður erfitt verkefni. Í nýjum Þjóparpúlsi Capacent sem birtur var í gær mælist Samfylkingin með 16% fylgi en flokkurinn fékk sem kunnugt er tæplega 30% fylgi í alþingiskosningunum vorið 2009, þannig að fylgistap flokksins er nokkuð mikið. Í gær voru einnig liðin fjögur ár frá því að Jóhanna Sigurðardóttir varð forsætisráðherra.

VB Sjónvarp ræddi við Árna Pál Árnason, nýkjörinn formann Samfylkingarinnar, eftir að úrslit í formannskosningu flokksins höfðu verið kynnt á landsfundi flokksins í morgun. Þar var hann meðal annars spurður að því hvernig hann hyggist hífa fylgi flokksins upp á ný.