Christine Lagarde, forseti Evrópska seðlabankans, segir verðbólguna ekki hafa náð hámarki, þrátt fyrir lækkandi orkuverð í Evrópu og lækkandi verðbólgu í Bandaríkjunum.

Þá er búist við því að bankinn hækki stýrivexti enn frekar á næstu fundum en vextirnir standa nú í 1,5%.

Verðbólga á evrusvæðinu mældist 10% á ársgrundvelli í nóvember.