Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, hringdi bjölluna hjá Kauphöllinni í morgun í tilefni þess að fyrirtækið var skráð á Aðalmarkað hennar. Skráningin markar spennandi tíma í sögu HB Granda að sögn Vilhjálms og hann fagnar því að fleiri eigendur muni bætast í hóp hluthafa fyrirtækisins sem munu veita því meira aðhald. HB Grandi er nú eina sjávarútvegsfyrirtækið á aðallista Kauphallarinnar.

Sjávarútvegsráðherra tilkynnti nýlega að fresta ætti því að leggja fram samningaleið í sjávarútvegi og leigugjöld sem unnið hefur verið að í vetur. Spurður að því hvort það valdi aukinni óvissu um framtíð HB Granda segir Vilhjálmur að svo sé ekki.

VB Sjónvarp ræddi við Vilhjálm.