„Stundum er skipt um nafn til þess að hressa upp á ímyndina sem var slæm fyrir eða til þess að fjarlægjast fortíðina. Stundum er þetta gert þegar nýir eigendur taka við fyrirtækjunum,“ segir Jón Hákon Magnússon, stofnandi og framkvæmdastjóri KOM almannatengsla, þegar hann er spurður um mögulegar ástæður þess að fyrirtæki skipti um nafn.

Fjölmörg íslensk fyrirtæki hafa á síðustu árum fengið ný nöfn, eins og sjá má á meðfylgjandi lista sem þó er fjarri því að vera tæmandi. Breytingarnar eru mismunandi, allt frá því að vera stytting frá fyrra nafni yfir í algjöra breytingu. Jón Hákon segir fleiri ástæður geta legið að baki ákvörðunum um nafnabreytingu.

„Stundum er þetta gert þegar fyrirtæki hyggur á útrás og vill þjálla nafn. Stundum er breytt um nafn því menn halda að það sé töff, hipp og kúl,“ segir hann.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.