Félag í eigu Karls Steingrímsson jafnan kenndan við Pelsinn, er með Skólabrú, sem stendur við Pósthússtræti 17 á sölu. Húsið er á þremur hæðum og með tvennum svölum sem snúa að Austurvelli. Heildarflatarmál hússins er 447 fermetrar og bílastæði fylgir því. Nú er óskað eftir tilboðum í eignina en hún var fyrst auglýst til sölu í september og þá var ásett verð 330 milljónir króna.

Tveir veitingastaðir voru reknir í húsinu. Skólabrú, sem lokaði alfarið eftir að heimsfaraldurinn skall á og Gandhi sem flutti starfsemi sína í Bergstaðastræti.

Í fasteignaauglýsingu segir að hús eigi sér enga hliðstæðu. Það standi á eignarlóð og sé kjörið fyrir lögfræðiskrifstofur, fjárfestingarstarfsemi eða einbýlishús fyrir þá sem vilji búa á Austurvelli.

Í auglýsingunni segir að til skoðunar sé að leigja húsið til ábyrga aðila og þá komi skipti á fasteignum einnig til álita. Þá sé að hægt að fá húsnæðið leigt með öllum tækjum í eldhúsi.

Húsið var byggt árið 1907 af Jónasi Jonassen landlækni fyrir dóttur hans Soffíu og eiginmann hennar, Eggert Claessen lögfræðing og athafnarmann. Í meira en hálfa öld rak Kristján Sveinsson augnlæknastofu sína í húsinu, eða á árunum 1933 til 1985 en Kristján keypti húsið árið 1943, eftir andlát Soffíu.