Í nýútgefnu riti Seðlabanka Íslands, Fjármálainnviðum, ritar Már Guðmundsson seðlabankastjóri formála. Þar kemur meðal annars fram að Már telji það nauðsynlegt að að fylgjast með kostnaði við greiðslumiðlun hér á landi jafnt og með samræminu milli hans og þjónustugjalda. Ritið er hægt að lesa í heild sinni hér.

Tekið er fram í inngagnum sem Már skrifar að kerfislega mikilvægir fjármálainnviðir hafi í stórum dráttum virkað hnökralítið það sem af er þessu ári.

Hann bendir jafnframt á að nú standi yfir endurnýjun mikilvægustu greiðslumiðlunarkerfanna. „Auk þess eru fjármálastofnanir að endurnýja og endurbæta kerfi sín. Þetta skapar færi á hraðari innleiðingu nýrrar tækni en ella. Ný kerfi verða öruggari og hagkvæmari en eldri kerfi um leið og kostir núverandi kerfa varðandi afgreiðsluhraða og samtímauppgjör verða varðveittir,“ tekur Már fram.