Hagnaður af rekstri Vinnslustöðvarinnar nam 11,5 milljónum evra á síðasta ári en það jafngildir um 1,8 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Er það nokkru minni hagnaður en árið 2012 þegar samstæðan skilaði 14,4 milljóna evra hagnaði. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir félagsins 138,1 milljón evra í árs lok 2013 og skuldir voru 77,3 milljónir evra. Eigið fé í lok ársins nam því 60,9 milljónum evra og var eiginfjárhlutfallið 44,07%.

Stjórn Vinnslustöðvarinnar lagði til að greiddur yrði arður að fjárhæð 8 milljónir evra til hluthafa félagsins vegna rekstrarársins, en það jafngildir um 1,2 milljörðum króna. Stærstu hluthafar félagsins í árslok voru Stilla útgerð með 25,9% hlut og Seil ehf. með 24,8% hlut.