*

þriðjudagur, 19. október 2021
Erlent 3. maí 2021 14:47

Virði Rapyd ríflega tvöfaldist

Í kjölfar fyrirhugaðshlutafjárútboðs er talið að virði fjártæknifélagsins muni ríflega tvöfaldast og nema 626 milljörðum króna.

Ritstjórn
Rapyd Europe hét áður Korta en það var keypt af ísraelska fyrirtækinu Rapyd Financial Network. Forstjóri þess er Arik Shtilman.

Fjártæknifyrirtækið Rapyd, eigandi íslenska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Rapyd Europe (áður KORTA), er með hlutafjárútboð í pípunum þar sem félagið stefnir á að safna 250 milljónum dollara, eða sem samsvarar 31,3 milljörðum króna. The Information greinir frá þessu.

Í kjölfar fjármögnunarinnar er talið að virði Rapyd muni rúmlega tvöfaldast og nema ríflega 5 milljörðum dollara, eða sem nemur tæplega 626 milljörðum króna. Fjárfestingafélagið Target Global, sem er þegar meðal hluthafa Rapyd, er sagt leiða fjármögnunina.

Líkt og Viðskiptablaðið sagði frá síðasta sumar keypti ísraelska félagið Rapyd Financial Network, íslenska greiðslumiðlunarfyrirtækið Korta, sem áður var að 41% hluta í eigu Kviku banka.

Stikkorð: fjármögnun Rapyd