Viðskiptasendinefnd á vegum Útflutningsráðs heimsækir Mexíkó dagana 11.-14. mars. Ferðin er farin í tengslum við opinbera heimsókn forseta Íslands til landsins.

Megintilgangur ferðarinnar er að koma á tengslum við háttsetta aðila í viðskiptalífi Mexíkó, m.a. með fundum og kynningum.

Fjölbreyttur hópur fyrirtækja, úr ólíkum atvinnugreinum, er með í för, þar á meðal Latibær, Glitnir, Geysir Green Energy og Marel Food Systems.  Einnig verða fulltrúar íslenskra háskóla með í för, m.a. Háskólans í Reykjavík og RES – Orkuskólans, auk annarra fyrirtækja og stofnana.