Tveir vogunasjóðir hafa áfrýjað niðurstöðu Eftirlitsstofnunar EFTA um eign á aflandskrónum, sem að stofnunin kvaðst vera í samræmi við EES-samninginn í nóvember í fyrra. Bloomberg gerir þetta að umfjöllunarefni sínu.

Vogunarsjóðirnir tveir, Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital LP, eiga milljónir dollara á Íslandi en hafa ekki geta hreyft við þeim eftir að komið var á gjaldeyrishöftum á Íslandi. Vogunarsjóðunum þótti Ísland fá of mikinn slaka frá ESA við uppkvaðningu niðurstöðunnar. Jafnframt töldu þeir að eftirlitsstofnunin hafi ekki metið rétt ástæður þess að Íslendingar hafi þurft að taka upp „verndunarráðstafanir.“

Viðskiptablaðið hefur áður fjallað um dóm Eftirlitsstofnun EFTA. Stofnunin segir EES samninginn samninginn heimila verndarráðstafanir ef þau glíma við greiðslujöfnunarvanda. Í tilkynningu frá ESA sagði meðal annars: „ESA telur meðferð íslenskra stjórnvalda á aflandskrónum til ráðstafana sem samræmast EES-samningnum. Markmið laganna er að skapa grundvöll fyrir frjálst flæði íslensku krónunnar, sem á endanum mun gera Íslandi kleift að taka á ný fullan þátt í frjálsum fjármagnsflutningum.“

Kevin Robert, sem er lögmaður vogunarsjóðanna tveggja, segir í rituðu bréfi til Bloomberg, að hugmyndin um að Seðlabanki Íslands láti eitt ganga yfir erlenda fjárfesta og annað ganga yfir erlenda sé „fáránleg.“