Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands , en samkvæmt þeim nam verðmæti vöruútflutningsins í mánuðinum 45 milljörðum króna.

Hins vegar nam verðmæti vöruinnflutningsins 64,2 milljörðum króna. Útreikningarnir eru gerðir miðað við fob að því er fram kemur í frétt Hagstofunnar, en það stendur fyrir free on board.

Með því er átt við að ábyrgð af vörum, kostnaði og áhættu við þær reiknast þegar vörurnar eru komnar um borð í flutningaskipið.