Bandaríska verslunarkeðjan Wal-Mart er verðmætasta vörumerki heims, annað árið í röð, samkvæmt nýlegri könnun Brandirectory um verðmæti vörumerkja.

Þannig er Walt Mart metin á um 41,4 milljarða Bandaríkjadali.

Þá er leitarvélin Google næst verðmætasta vörumerki heims og metið á um 36,2 milljarða dali. Í fyrra var Google í 5. sæti og slær úr Coca Cola sem nú lendir í 3. sæti.

Bandarísk vörumerki eru í sex efstu sætunum en í sjöunda sæti er breski bankinn HSBC sem metinn er á um 28,5 milljarða dali. Þá er finnski símaframleiðandinn Nokia í níunda sæti. Ekkert íslenskt vörumerki er á lista yfir 500 verðmætustu vörumerkin.

Listinn yfir 10 verðmætustu vörumerki heims eru þannig (andvirði í milljörðum dala í sviga):

  1. Wal Mart (41,4)
  2. Google ( 36,2)
  3. Coca Cola (34,8)
  4. IBM (33,7)
  5. Microsoft (33,6)
  6. General Electric (31,9)
  7. HSBC (28,5)
  8. HP (27,4)
  9. Nokia (19,6)
  10. Citigroup (14,4)

Sjá nánar um verðmætustu vörumerki heims á vef Brandirectory

Einnig má sjá 500 verðmætustu vörumerkin á meðal fjármálafyrirtækja HÉR .