*

þriðjudagur, 15. október 2019
Innlent 24. mars 2019 18:57

Wow í viðræðum við kröfuhafa

Wow air á í viðræðum við kröfuhafa sína um að breyta skuldum í hlutafé.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Wow air á í viðræðum við kröfuhafa sína um að breyta skuldum í hlutafé. Í tilkynningu frá Wow air segir að meirihluti skuldabréfaeigenda Wow air og aðrir lánardrottnar Wow air eigi í viðræðum um að breyta skuldum félagsins í hlutafé og að fjármagna félagið til framtíðar. Nánari upplýsingar verða gefnar á morgun samkvæmt tilkynningu frá Wow air.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins þá vinnur Arctica Finance að því að safna 30 milljónum dollara, um 3,6 milljörðum króna, í nýtt hlutafé Wow air fyrir Skúla Mogensen til þess að koma félaginu til bjargar.

Icelandair sleit síðdegis í dag viðræðum sínum um kaup á Wow air. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, sagði áhættuna af kaupunum of mikla vegna fjárhagsstöðu Wow air.

Skuldabréfeigendurnir voru beðnir um að afskrifa helming þeirra 60 milljóna evra sem þeir lánuðu Wow air í september, á meðna viðræðurnar við Indigo Partners stóðu yfir. 150 milljón króna afborgun á skuldabréfinu er á gjalddaga á morgun.

Tilkynninguna, sem er á ensku, má lesa í heild sinni hér að neðan:

„A majority of WOW air Bond Holders and other creditors of WOW air are in advance discussions with the aim of reaching an agreement on a voluntary restructuring including an agreement of converting current debt into equity and fund the company towards long term sustainability. Further information will be given tomorrow.”