Oliver Schmidt, fyrrverandi yfirmaður hjá þýska bílaframleiðandanum Volkswagen játaði fyrr í dag sök sína í útblástursvindli fyrirtækisins fyrir dómstól í Detroit. Þetta kemur fram í frétt Reuters .

Játaði hann að hafa átt hlut í því að afvegaleiða bandaríska eftirlitsaðila eins og Umhverfiseftirliti Bandaríkjanna og Loftgæðaeftirliti Kaliforníu ríkis. Samkvæmt frétt Reuters gæti Schmidt átt von á sjö ára fangelsisvist og þarf hann að greiða sekt á bilinu 40.000 til 400.000 dollara.

Í mars síðastliðnum játaði Volkswagen fyrir dómstólum í Bandaríkjunum að hafa svindlað á útblástursprófum og samþykktu að greiða allt að 25 milljarða dollara í skaðabætur.

Málið komst í fréttir á haustið 2015 þegar upp komst um svindlið. Í frétt frá 2015 sagði að Cynthia Giles hjá umhverfiseftirliti Bandaríkjanna að „Í einföldu máli innihéldu bílarnir hugbúnað sem slökkvir á útblástursstýringu þegar bílarnir eru í venjulegum akstri en kveikir á henni þegar þeir eru rannsakaðir."