Bjarni Benediktsson var utanríkisráðherra þegar viðskiptasamningurinn við Sovétmenn var undirritaður þann 1. ágúst 1953.

Bjarni var mjög áfram um að Íslendingar næðu samningum og daginn eftir undirritun hélt hann útvarpsávarp um samninginn. Hér fyrir neðan eru þrjú brot úr ávarpinu.

„Síðastliðna tvo mánuði hafa farið fram í Moskvu viðskiptaumræður milli fulltrúa Sovétríkjanna og Íslands með þeim árangri, sem lýst hefir verið í fréttum í dag, að löndin hafa gert með sér samninga um mjög víðtæk viðskipti á næstu 12 mánuðum. Þetta eru mikil tíðindi og góð, því að engin þjóð er jafnháð utanríkisverzlun um afkomu sína og við Íslendingar."

„Því ber að fagna, að Sovétríkin skulu á ný hafa bætzt í hóp viðskiptaþjóða okkar."

„Viðskipti milli Sovétríkjanna og Íslands hafa legið niðri í rúm 5 ár, enda þótt margar tilraunir hafi verið gerðar af okkar hálfu til að hefja þau að nýju. A þessu ári virðist afstaða Sovétríkjanna til viðskipta við lönd í Vestur-Evrópu hafa breytzt."

Áskrifendur geta lesið ávarpið í heild sinni hér.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tímariti Frjálsrar verslunar sem kom út á fimmtudaginn. Hægt er að gerast áskrifandi hér.