Bill Gates þekkja flestir til enda var hann ríkasti maður heims um árabil, fyrst óslitið frá 1995 til 2010 og síðan frá 2013 til 2017.

Gates stofnaði eins og flestir vita hugbúnaðarrisann Microsoft, sem þróaði stýrikerfi fyrir einkatölvur eins og borðtölvur fyrir heimili og lítil fyrirtæki voru kallaðar þegar þær komu fyrst fram á sjónarsviðið, í andstöðu við stórar tölvur fyrirtækja sem þjónuðu mörgum notendum í einu.

Í því formi ruddi tölvan sér hratt til rúms á heimilum fólks undir lok síðustu aldar og hlutverk og verðmæti Microsoft óx samhliða. Í seinni tíð er Bill þó þekktastur fyrir að nýta hinn mikla auð sinn í að láta til sín taka í góðgerðamálum ásamt eiginkonu sinni Melindu, en hann steig til hliðar sem framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins árið 2000.

Hjónin unnu saman að hugðarefnum sínum á vettvangi Bill & Melinda gates-samtakanna svokölluðu, og gera það enn þrátt fyrir skilnað árið 2021 eftir 27 ára hjónaband.

Bill Gates

  • 107 milljarðar dala
  • Stofnandi Microsoft
  • Hlutir í Microsoft, Berkshire Hathaway
  • Bandaríkin
  • 67 ára

Fjallað er um Gates og fleiri auðjöfra, meðal annars ríkustu Íslendingana, í tímariti Frjálsrar verslunar sem kemur út fimmtudaginn 13. apríl. Hægt er að kaupa eintak af blaðinu eða gerast áskrifandi hér.