Útgerðarfélagið Eskja hefur verið rekið á Eskifirði frá árinu 1944, en það hét áður Hraðfrystihús Eskifjarðar. Stofnendur þess voru um þrjú hundruð manns sem vildu skjóta styrkum stoðum undir fábreytilegt atvinnulíf bæjarins. Frá þeim tíma hefur félagið vaxið verulega og starfa um 100 hjá því í dag.

Aðalsteinn Jónsson, betur þekktur sem Alli ríki, byggði félagið upp og gerði það að einu öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins.

Í dag er Eskja að mestu í eigu Bjarkar Aðalsteinsdóttur, dóttur Alla ríka, og eiginmanns hennar, Þorsteins Kristjánssonar, sem er forstjóri félagsins.

Áskrifendur geta lesið um 50 ríkustu Íslendingana í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar og þá er hægt að kaupa tölublaðið hér.