Kristján V. Vilhelmsson stofnaði Samherja með Þorsteini bróður sínum og Þorsteini Má Baldvinssyni á níunda áratugnum. Kristján afhendi börnum sínum um 45% hlut sinn í Samherja árið 2020 en hélt eftir álíka stórum hlut í systurfélaginu Samherja Holding.

Í nýútkomnu tímariti Frjálsrar verslunar er fjölskylda Kristjáns talin ein sú auðugasta á landinu í krafti eignahluta þeirra í Samherja og tengdum aðilum. Heildarauður Kristjáns og barna hans er metinn á um 110 milljarða króna í úttektinni.

Kristján hefur lengst af gegnt starfi útgerðarstjóra Samherja sem vaxið hefur í að verða stærsta útgerðarfélag landsins auk þess að vera umsvifamikið í fjárfestingum á ýmsum öðrum sviðum.

Samherja samstæðan er stærsti hluthafi Síldarvinnslunnar og Eimskips er meðal stærstu einkafjárfesta í Sjóvá og Högum. Þá hefur Kristján verið kjölfestufjárfestir í uppbyggingu á nýjum miðbæ á Selfossi.

Nánar er fjallað í málið í ríkustu Íslendingana í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar. Áskrifendur geta lesið greinina í heild í hér.