Hrafnarnir heyrðu af reglulegri heimsókn sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi á dögunum. Í gegnum tíðina hefur verið af mörgu að taka þegar kemur að út- tekt sérfræðinga sjóðsins á íslensku efnahagslífi enda gilda hefðbundin vestræn hagfræðilögmál ekki hér á landi eins og Steingrímur Hermannsson heitinn benti á á sínum tíma í skarpskyggni sinni. En af er það sem áður var. Nú rúntar sendinefndin ekki um Reykjavíkurborg og spyr bankamenn og aðra fjármálafakíra út í verðlag og vöruskipti. Nú er nánast eingöngu spurt út í loftslagsmál.

Huginn og Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þennan pistil má lesa í heild í Viðskiptablaðinu sem kom út þann 16. mars 2023.