Óðinn fjallaði á fimmtudag um Reykjavíkurborg og könnun Maskínu á stöðunni í borginni og fylgi Framsóknarflokksins.

Það sem verður að hafa í huga við lestur könnunarinnar er að hún var gerð um mánaðarmótin nóvember/desember.

Áður en kom í ljós að borgin hafði tekið mikið mark á hinni sænsku Gretu Thunberg, gert ráð fyrir hamfarahlýnun og að hér myndi aldrei snjóa meir.

Áskrifendur geta lesið pistilinn í heild hér.

Hrun Framsóknarflokksins

Það sem vekur mesta athygli er algjört fylgishrun Framsóknarflokksins í borginni. Flokkurinn fékk 18,7% atkvæða í kosningunum í maí í fyrra. Í könnuninni mælist hann með 8,2% fylgi.

Einar Þorsteinsson oddviti flokksins skrifaði bréf til kjósenda í Morgunblaðið á kjördag með yfirskrift „Framsókn er lykillinn að breytingum í borginni.“

Þar fer Einar hörðum orðum um þáverandi meirihluta, sem framsóknarmenn gengu svo inn í.

Meirihluti síðustu ára hef­ur sofið á verðinum hvað varðar upp­bygg­ingu á íbúðar­hús­næði. Um það eru all­ir sam­mála, Seðlabank­inn, Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un, Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn, íbú­ar borg­ar­inn­ar, íbú­ar lands­ins; all­ir nema meiri­hlut­inn í borg­ar­stjórn sem hef­ur lagt alla áherslu á borg­ar­línu en gleymt hús­næðismál­un­um.

Af­leiðing­arn­ar eru stór­kost­leg hækk­un á hús­næði, hækk­un vaxta og verðtryggðra lána. Þess­ari þróun verður að snúa við. Það þolir enga bið.

Lausn­in er að mínu mati aug­ljós: Borg­ar­stjórn verður að segja skilið við trú­ar­brögðin sem boða það að eina leiðin sé þétt­ing byggðar. Við þurf­um líka að byggja ný hverfi og skapa þannig jafn­vægi á hús­næðismarkaði.

Þetta er sannkallaður dauðadómur yfir vinstri meirihlutanum í húsnæðismálum.

Í lok bréfsins fer Einar yfir hversu mikilvægt stjórnmálaafl Framsóknarflokkurinn er, í raun lífsnauðsynlegur svo óreiðan í borginni hverfi.

Kæri les­andi. Sterk Fram­sókn í borg­inni er lyk­ill að breyt­ing­um. Lyk­ill að breytt­um stjórn­mál­um í borg­inni, lyk­ill að meiri upp­bygg­ingu, meiri sátt og meira sam­tali við borg­ar­búa.

At­kvæði þitt get­ur brotið upp meiri­hlut­ann í borg­inni og haft úr­slita­áhrif um stjórn borg­ar­inn­ar næstu fjög­ur árin. Ég bið um þinn stuðning í kjör­klef­an­um í dag. X við B er stuðning­ur við breyt­ing­ar í borg­inni.

***

Þetta bréf reyndist vera algjört þvaður.

Ekkert af því sem kom fram í lok bréfisins reyndist rétt. Eina sem Einar Þorsteinsson vildi var borgarstjórastóllinn.

Hann var dýru verði keyptur því Framsóknarflokkurinn mun hrynja enn meira í borginni. Líklegast þurrkast út.

Pistill Óðins birtist Viðskiptablaðinu sem kom út í dag, fimmtudag inn 19. janúar 2022. Áskrifendur geta lesið hann í fullri lengd hér og blaðið í heild sinni hér.