Annars var merkilegt að fylgjast með fréttaflutningi af kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi í síðasta mánuði.Stjórnmálamenn sem gagnrýndu söluna lýstu yfir áhyggjum af samþjöppun í sjávarútvegi og virtust margir fjölmiðlar eingöngu hafa áhuga á þeim þætti málsins. Þannig lýsti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, yfir áhyggjum af slíkri samþjöppun. Síldarvinnslan er risi á sviði á íslensks sjávarútvegs og Vísir vissulega kvótasterkt fyrirtæki.

En hröfnunum þótti áhugavert að lítill gaumur var að því gefinn að þarna var fyrirt.æki sem er skráð á hlutabréfamarkað með meira en 5 þúsund hluthafa, þar með talið lífeyrissjóða, að kaupa fjölskyldufyrirtæki sem var eigu sex einstaklinga. Áhyggjur forsætisráðherra og annarra afhjúpa skrýtna sýn á samþjöppun í sjávarvegi að mati hrafnanna.

Huginn & Muninn er einn af reglulegum skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þennan má lesa í heild í Viðskiptablaðinu sem kom út 4. ágúst 2022.