Óðinn fjallar í blaðinu vikunnar um um 50 milljarðana sem renna í ríkissjóð frá Landsvirkjun, ríkisframlög til Íslandspósts, Ríkisskip og sitthvað fleira.

Hér er stutt brot úr pistilinu en áskrifendur geta lesið pistilinn í heild hér.

Ættarvitinn Halldór Blöndal

Fjármálaráðherra ætti nú að hafa samband við frænda sinn Halldór Blöndal, sem bæði getur verið hans áttaviti og ættarviti í ríkispóstsmálinu. Halldór lagði niður svipað fyrirtæki og ríkispóstinn fyrir rúmum þrjátíu árum síðan.

Það var ekki auðvelt pólitískt en Halldór Blöndal sigldi upp í pólitíska vindinn og hafði sigur í málinu. Auðvitað með stuðningi ríkisstjórnarinnar og þingmeirihluta Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks.

Það má þó segja að verkefni Ríkisskipa hafi verið mikilvægari en ríkispóstsins því Ríkisskip fluttu nauðsynjavörur en ekki innheimtubréf. En reksturinn var vitanlega ónýtur og félagið tapaði milljón á dag.

Það eru 3,6 milljónir á núvirði en tap ríkispóstsins hefur verið um tvær milljónir á dag síðustu fjögur árin.

Pistill Óðins birtist Viðskiptablaðinu sem kom á fimmtudaginn 9. mars 2022. Áskrifendur geta lesið hann í fullri lengd hér.