Óðinn fjallaði á fimmtudag um rekstur Reykjavíkurborgar og skoðunarkönnun Maskínu um fylgi flokkanna í borginni, ánægju með borgarstjórann og einstaka borgarfulltrúa.

Áskrifendur geta lesið pistilinn í heild hér.

Reykjavík, Framsókn og sovéska leiðin

Óðinn er alveg sérstakur áhugamaður um sögu Sovétríkjanna. Ástæðan er sú að þar voru nær allar samfélagstilraunir reyndar sem vinstri mönnum hefur dottið í hug. Þar á Óðinn ekki við um grimmdarverk Leníns og Stalíns og allra hinna.

Heldur efnahagslegu samfélagstilraunirnar sem allar mistókust en skjóta reglulega upp kollinum, hér á landi sem annars staðar.

Þrátt fyrir gjaldþrot Sovétríkjanna og sósíalismans sem birtist alltaf í nýjum pakkningum en alltaf er innihaldið það sama.

Við ætlum að taka fram úr kapítalísku löndunum í framleiðslu á hvern mann, við ætlum að taka fram úr ríkustu kapítalísku löndunum í neyslu á hvern mann og við ætlum vera sjálfum okkur næg um framleiðslu á öllum neysluvörum.

Níkíta Khrústsjov, sem var aðalritari sovéska kommúnistaflokksins 1953-1964 sagði þessa fleygu setningu. Meðal þess sem Khrústsjov stóð fyrir var að setja á stofn Lada bílaverksmiðjuna, kölluð VAZ. Leoníd Brezhnev, sem tók við af Khrústsjov, var þó aðalritari þegar hugmyndin var framkvæmd.

Starfsmenn áttu að verða 35-40 þúsund eða 10 þúsund færri en í sambærilegum verksmiðjum á Vesturlöndum. Enda var hún glæný, búin bestu fáanlegu tækjum og tólum frá Ítalíu og víðar í Evrópu. Raunin varð sú að um 96 þúsund starfsmenn unnu í verksmiðjunni að jafnaði.

Óðinn fjallaði á dögunum um starfsmannafjöldann hjá Reykjavíkurborg. Fjöldi stöðugilda var nokkuð stöðugur árin 2012-2017.

Þá fjölgaði starfsmönnum „aðeins“ um 4,2%. Reksturinn á þessum árum var ekki góður en þó mun skárri en nú er.

***

Sovéska leiðin

Frá árinu 2017 virðist allt aðhald hafa horfið og frá 2017 til 2021 fjölgaði starfsmönnum um 1.473 eða 17%. En hver er ástæðan?

Þær eru auðvitað fjölmargar en grundvallarástæðan er sú sama og hjá Löduverksmiðjunni í Sovétríkjunum sálugu.

Stjórnendunum var alveg sama um peninga skattgreiðenda, en á endanum eru það þeir sem taka á sig höggið þegar opinberi reksturinn endar illa. Einmitt þannig endar hann alltaf.

***

Þetta kom ágætlega fram í stóra snjómokstursmálinu hjá Reykjavík fyrir jólin.

Enginn hinna 8.401 (talan er frá 2021 – líklega mun fleiri í dag) starfsmanna Reykjavíkurborgar brást við og fór í að útvega fleiri snjóruðningstæki. Enginn!

Borgarstjórinn, sem ber endanlega ábyrgð í öllum málum, tjáði sig ekkert um málið og sleikti sólina í Suður Afríku meðan þeir sem greiða honum launin, útsvarsgreiðendurnir í Reykjavík, komust ekki til vinnu vegna vanhæfni borgarstarfsmanna.

Pistill Óðins birtist Viðskiptablaðinu sem kom út í dag, fimmtudag inn 19. janúar 2022. Áskrifendur geta lesið hann í fullri lengd hér og blaðið í heild sinnihér.