Sigurður Óli Ólafsson lyfjaforstjóri hefur fengið vel greitt fyrir störf sín. Hann stýrði þar til í byrjun sumar samheitalyfjaframleiðandanum Hikma sem er með tæplega níu þusund starfsmenn, 32 verksmiðjur og starfsemi í þrettán löndum. Þá tók Sigurður við lyfjaframleiðandanum Mallinckrodt sem var að koma úr tveggja ára greiðslustöðvun í Bandaríkjunum.

Í ársreikningi Hikma fyrir síðasta ár kemur fram að sé allt talið hafi laun Sigurðar á síðasta ári numið um 5,3 milljónum dollara, eða um 730 milljónum króna með bónusgreiðslum í formi reiðufjár og hlutabréfa. Þá voru áætluð heildarlaun hans fyrir árið 2022 í heild áætluð um 8,3 milljónir dollara eða ríflega 1,1 milljarð króna. Á fjögurra ára tíð Sigurðar sem forstjóri Hikma hækkaði hlutabréfaverð félagsins um yfir 100% en hækkun hlutabréfaverðs og batnandi afkoma var getið sérstaklega hjá starfskjaranefnd félagsins með ársskýrslu Hikma.

Fyrirtækið var í lykilhlutverki við að sjá Bandaríkjamönnum og fleirum fyrir samheitalyfjum sem notuð voru gegn Covid-19 en meðal þeirra sem fengu lyf við Covid-19 framleidd af Hikma var Donald Trump þáverandi Bandaríkjaforseti.

Nánar er farið yfir málið og feril Sigurðar í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem kom út 22. september 2022.