Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hafa lækkað mikið það sem af er degi.

FTSE 100 í London hefur lækkað um 2,26% það sem af er degi. DAX í Þýskalandi hefur lækkað sem nemur 3,03%, CAC 40 í Frakklandi hefur lækkað um 2,72%. Evrópska vísitalan Stoxx 600 hefur lækkað 3,11%.

Líklegt er að lækkanir á heimsmarkaðsverði á olíu og lækkanir í Asíu , sérstaklega Kína séu að áhrif á hlutabréfamarkaði í Evrópu.