*

miðvikudagur, 20. janúar 2021
Innlent 8. nóvember 2020 14:28

Árni innleysir 43 milljóna hagnað

Árni Sigurðsson, stjórnandi hjá Marel, hefur selt hlutabréf í Marel fyrir 86 milljónir. Samanborið við nýleg kaup hagnast hann um 43 milljónir.

Alexander Giess
Árni Sigurðsson.
Haraldur Guðjónsson

Árni Sigurðsson, framkvæmdastjóri stefnumótunar og stefnumarkandi rekstrareininga hjá Marel, hefur innleyst 42,6 milljóna króna hagnað með því að selja hlutabréf í Marel. Alls seldi Árni hlutabréf fyrir 85,6 milljónir króna eða 120 þúsund hluti á genginu 713 krónur. Frá þessu er greint í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Árni keypti hlutabréf í Marel þann 27. október síðastliðinn þegar hann nýtti kaupréttarsamning sinn. Alls keypti hann um 237 þúsund hluti. Hann greiddi rúmlega 2,1 evru fyrir hvern hlut, andvirði 358 króna miðað við þáverandi gengi krónunnar. Við lokun markaða á föstudag var markaðsverð hlutabréfa Marel 715 krónur.

Því greiddi hann 43 milljónir fyrir 120 þúsund hluti sem hann, líkt og áður sagði, seldi fyrir tæplega 86 milljónir. Innleystur hagnaður er því tæplega 43 milljónir króna.

Eftir viðskiptin á Árni ríflega 117 þúsund hluti í Marel. Miðað við núverandi markaðsverð Marel í kauphöll Nasdaq á Íslandi eru þeir hlutir virði tæplega 84 milljónir króna. Enn fremur á Árni kauprétt að rúmlega 1,6 milljónum hluta.