*

föstudagur, 4. desember 2020
Innlent 4. febrúar 2020 09:40

Endurkoma Wow vekur blendin viðbrögð

Notendur samfélagsmiðla ýmist fagna endurkomu Wow air á Facebook eða kalla eftir því að fá tjón sitt frá flugfélaginu bætt.

Ritstjórn
Michelle Roosevelt Edwards kynnti endurkomu Wow air á blaðamannafundi á síðasta ári.
vb.is

Búið er að virkja Facebook síðu Wow air sem hafði verið óvirk frá því félagið varð gjaldþrota þar sem boðað er að flugfélagið hefji senn starfsemi.

Michelle Roosevelt Edwards keypti á síðasta ári vörumerkið Wow air út úr þrotabúi félagsins. Hún hefur gefið út að stefnt sé að því að fljúga milli Washington og Keflavíkur ásamt fleiri áfangastaða í náinni framtíð.

Um helgina greindi Roosevelt Edwards frá því að Wow air hefði ráðið Bandaríkjamanninn Mark Pond sem framkvæmdastjóra sölumála og dreifileiða hjá Wow. Samkvæmt Linkedin síðu Pond er hann viðskiptafræðingur að mennt og var áður yfir viðskiptaþróun hjá félaginu Airfacts í Washington og vann þar áður í 11 ár hjá Airlines Reporting Corporation. 

Sjá einnig: Ævintýri Edwards í gegnum tíðina

Facebook síða Wow áður en félagið fór í þrot og var með yfir 600 þúsund fylgjendur. Endurkoman á Facebook hefur vakið blendin viðbrögð notenda. Margir notendur lýsa yfir ánægju með að Wow air sé komið aftur í loftið.  Þeir rifja upp að lág fargjöld Wow hafi gert þeim kleift að ferðast til Íslands, sem ella hefði ekki verið mögulegt. Aðrir viðskiptavinir þakka fyrir góða þjónustu um borð og ánægjulega flugfeðar.

Annar hópur spyr hvort flugfélagið hvort flugfélagið hafi ekki farið á hausinn. Þriðji hópurinn samanstendur svo af því er virðist af viðskiptavinum Wow sem voru meðal þeirra þúsunda sem urðu strandaglópar þegar Wow fór á hausinn, áttu inn flugmiða eða bætur hjá flugfélaginu. Sumir þeirra segjast vonast til að endurkoma Wow verði til þess að þeir fái þær bætur sem þeir eigi inni hjá flugfélaginu greiddar.

Stikkorð: Wow air