Fosshótel Reykjavík ehf. fór úr greiðsluskjóli í desember síðastliðnum að því er fram kemur í úrskurði Landsréttar í deilu félagsins við Íþaka fasteignir , eiganda fasteignar hótelsins, sem vildi að greiðsluskjólið yrði fellt úr gildi. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að Fosshótel hafi ekki óskað eftir framlengingu á greiðsluskjóli félagsins þegar það rann út þann 18. desember.

Fosshótel Reykjavík ehf. er dótturfélag Íslandshótela, stærstu hótelkeðju landsins og heldur utan um rekstur Fosshótels Reykjavíkur við Þórunnartún, sem er stærsta hótel landsins og telur 320 herbergi.

Íþaka og Fosshótel náðu ekki saman um breytingar á leigusamningi félagsins eftir að heimsfaraldurinn skall á. Málið endaði fyrir dómi og komst Héraðsdómur Reykjaness að því í mars að Fosshótel þyrftu að greiða helming húsaleigunnar vegna áhrifa heimsfaraldursins á reksturinn. Sá dómur var ómerktur í Hæstarétti í október vegna formgalla og vísað aftur til Héraðsdóms Reykjaness.

Við aðalmeðferð málsins í febrúar á síðasta ári kom fram að Fosshótel hefðu ekki greitt Íþaka húsaleigu vegna hótelsins við Þórunnartún frá 1. apríl 2020 en hótelið hafi verið lokað allan þann tíma.

Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um greiðsluskjólið frá því í nóvember kemur fram að Fosshótel hefðu þá greitt nærri helming leigunnar á meðan hótelið var lokað frá apríl 2020 til mars 2021 í samræmi við upphaflegan dóm Héraðsdóms Reykjaness og helming húsaleigunnar í apríl og maí 2021.

Íþaka vildi frá upphafi frá greiðsluskjóli Fosshótela hnekk . Meðal annars á þeirri forsendu að um það leyti sem greiðsluskjólið var samþykkt var tilkynnti um að hótelið yrði opnað á ný 1. apríl 2021 sem farsóttarhús með samningum við Sjúkratryggingar Íslands.