Hluta­bréf í Al­vot­ech hafa lækkað um 14% síðustu tvo við­skipta­daga eftir um 7% lækkun í við­skiptum dagsins.

Velta með bréf fé­lagsins nam 617 krónum en tölu­verðar lækkanir hafa verið á markaði síðustu daga.

Töluverður söluþrýstingur hefur verið á markaði í vikunni en hefur gengi flestra skráðra félaga á aðalamarkði lækkað. Marel var eina félagið sem hækkaði í Kauphöllinni í dag er gengi félagsins fór upp um 0,66% í yfir 600 milljón króna veltu.

Hluta­bréfa­verð Sjó­vá lækkaði um 3% í 140 milljón króna veltu. Gengi Amaroq fór niður um tæp 3% í 330 milljón króna veltu en fé­lagið birti árs­upp­gjör fyrir opnun markaða í morgun.

Gengi Kviku lækkaði um 2% og var dagsloka­gengið 14,45 krónur. Dagsloka­gengi Icelandair var 1,05 krónur eftir um 1% lækkun í við­skiptum dagsins.

Úr­vals­vísi­talan OMXI 15 lækkaði um 1,5% og var heildar­velta á markaði 4 milljarðar.