Á Iðnþingi Samtaka Iðnaðarins sem haldið var í Laugadalshöll í gær tók meðal annarra til máls Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi. Í ávarpi sínu ræddi hún stöðu Actavis á Íslandi í dag og leit einnig til kosti þess og galla að stofna alþjóðlegt fyrirtæki á hér á landi. Þótt Guðbjörg segir að margir kostir séu við það að starfrækja alþjóðlegt fyrirtæki á Íslandi og að framtíð íslenskra iðngreina sé almennt björt, segir hún að ef Actavis væri stofnað í dag þá yrði Ísland ekki fyrir valinu sem höfuðstaður fyrirtækisins.

VB Sjónvarp ræddi við Guðbjörgu.