Ómar Benediktsson, forstjóri Farice og varaformaður stjórnar Icelandair keypti í dag 10,77 milljónir hluta í Icelandair Group á genginu 7,15 krónur á hlut fyrir tæpar 77 milljónir króna.

Hlutabréfaverð í Icelandair hefur hækkað 2,1% í viðskiptum dagsins, og stendur gengi bréfa félagsins nú í 7,28 krónum á hlut.

Gengi bréfa félagsins er engu síður 22% lægri en þau voru þann 1. ágúst þegar Icelandair greindi frá 11 milljarða tapi á fyrri helmings þessa árs .

Uppfært: Icelandair hefur sent frá sér leiðréttingu um að ekki hafi verið um eiginlega viðbót að ræða heldur hafi Ómar selt allan hlut sinn í félaginu Traðarhyrnu, sem stofnað var um kaup á hlutum í Icelandair, í skiptum fyrir umrædda hluti í Icelandair.