Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, segir það koma til greina að framlengja frest slitabúa til að ljúka nauðasamningum. Þetta kemur fram á mbl.is í dag.

Samkvæmt núgildandi tímafresti þurfa slitabúin að hafa lokið nauðasamningum fyrir áramót, annars þurfa þau að greiða 39% stöguleikaskatt til ríkissjóðs en aðspurður segir Bjarni: „Það er óhætt að segja að það hef­ur þrengst mjög um þenn­an tímaramma.“

Slitabúin hafa haft áhyggjur af því hversu langan tíma tillögurnar hafa legið inni hjá Seðlabankanum og hafa haft áhyggjur af því að falla á tíma

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá fyrr í dag hefur Seðlabanki Íslands lokið við stöðugleikamat vegna undanþágubeiðna slitabúa gömlu bankanna, en mat Seðlabanka verður kynnt á morgun. Það er því óljóst hvert álit Seðlabankans er á tillögunum. Slitabúin hafa þó þegar sent kröfuhöfum tillögurnar og ef að Seðlabankinn leggur til breytingar er mjög ólíklegt að náist að klára nauðasamninga fyrir áramót.