Viðskiptablaðið fjallar reglulega og ítarlega um hvað er að gerast í heiminum í kringum okkar. Nú þegar árinu fer að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu erlendu fréttir Viðskiptablaðsins á árinu 2016. Hér eru fréttir sem lentu í sjötta til tíunda sæti listans:

6) Vinnubúðir á stærð við smábæ til sölu

Vinnubúðir sem hýst gætu meira en 1.200 manns eru til sölu, fullbúnar með öllum helstu nútímaþægindum.

7) Fyrstu niðurstöður kosninganna komnar

Forsetakosningarnar eru hafnar í Bandaríkjunum og standa þær til 9 í fyrramálið. Á nokkrum stöðum eru úrslitin þegar komin.

8) Buffett: Vogunarsjóðir eru tómt rugl

Warren Buffett er ekki hrifinn af vogunarsjóðum. Hann segir að þóknanafyrirkomulag þeirra ótrúlegt.

9) Hótar að lækka verðið í 20 dali á tunnuna

Sádi-arabíski olíumálaráðherrann kom félögum sínum á óvart á OPEC fundi í gær.

10) Segir Svía þurfa að undirbúa sig fyrir stríð

Hershöfðingi í Svíþjóð segir að landið eigi að búast við þriðju heimsstyrjöldinni innan fárra ára.