*

fimmtudagur, 22. október 2020
Frjáls verslun 23. desember 2019 12:06

Mest lesnu fréttir Frjálsrar verslunar 6-10

Fréttir um tekjuhæstu einstaklinga síðasta árs, byggt á tekjublaði Frjálsrar verslunar, og ungt fólk á ýmsum aldri á uppleið í atvinnulífinu eru áberandi á á lista yfir mest lesnu fréttir Frjálsrar verslunar á árinu.

Ritstjórn
Davíð Freyr Jónsson, Salóme Guðmundsdóttir og Sveinn Sölvason rötuðu á lista Frjálsrar verslunar um fólk á uppleið í atvinnulífinu.
vb.is

Fréttir um tekjuhæstu einstaklinga síðasta árs, byggt á tekjublaði Frjálsrar verslunar, og ungt fólk á ýmsum aldri á uppleið í atvinnulífinu eru áberandi á á lista yfir mest lesnu fréttir Frjálsrar verslunar á árinu. Sérstakt tölublað var gefið út um fólk á uppleið í atvinnulífinu þar sem Frjáls verslun fékk valinkunnan hóp sérfræðinga til að tilnefna fólk á listann.

6. Fólk á uppleið I — Agnar, Andri og Ari

Agnar Tómas Möller, forstöðumaður skuldabréfa hjá Júpíter, dótturfélagi Kviku banka og einn stofnenda GAMMA, Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Travelade og Ari Guðjónsson, yfirlögfræðingur Icelandair Group voru meðal þeirra sem rötuðu í tímarit Frjálsrar verslunar um fólk á uppleið í atvinnulífinu.

7. Fólk á uppleið III — Baldvin, Gréta María og Kristrún Tinna

Baldvin Þorsteinsson er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja og stjórnarformaður Eimskips, Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar, Kristrún Tinna Gunnarsdóttir sem var á árinu ráðinn forstöðumaður á skrifstofu bankastjóra Íslandsbanka rötuðu einnig á lista Frjálsrar verslunar.

8. Fólk á uppleið V — Davíð, Salóme og Sveinn

Meðal annara á listanum um fólk á uppleið voru Davíð Freyr Jónsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Aurora Seafood, Salóme Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Icelandic Startups og Sveinn Sölvason fjármálastjóri stoðtækjaframleiðandans Össurs.

9. Tekjuhæsti flugstjórinn með 6 milljónir

Flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni var með hæstu mánaðarlaun meðal flugfólks á síðasta ári samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Flugumferðarstjórar voru einnig áberandi á listanum.

10. Fólk á uppleið VI — Ingunn, Ólafur og María

Ingunn Agnes Kro sem lét á árinu af starfi framkvæmdastjóra skrifstofu- og samskiptasviðs Skeljungs, Ólafur Örn Nielsen einn stofnenda hugbúnaðarfyrirtækisins Kolibri og María Björk Einarsdóttir er framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins, eru meðal þeirra sem Frjáls verslun taldi vera á uppleið í atvinnulífinu.